1 2

GelluVinnustofa

Gelluvinnustofa - fyrir vinkonur - 3. maí 2025

Gelluvinnustofa - fyrir vinkonur - 3. maí 2025

14.990 ISK
14.990 ISK
Útsala Uppselt

Gelluvinnustofa 3. maí 2025 - fyrir vinkonur

Hver þarf að heyra afhverju og hve mikið vinkona mans dýrkar man? Við allar! Þess vegna er þessi vinnustofa fyrir þig og vinkonu þína!

Hvenær: Laugardagurinn 3. maí, kl. 13:00 - 16:00

Hvar: Vínstofa Friðheima (1,5 klst keyrsla frá Reykjavík)

Í þetta skiptið hvetjum við vinkonur til þess að mæta tvær og tvær saman og skella sér í roadtrip. Verðið miðast við eina gellu. Vinnustofan verður byggð þannig upp að þið fáið tíma til að fara yfir og minna hvor aðra á hve magnaðar þið eruð og hvað þið hafið áorkað. Er það ekki það sem við þurfum allar? Það sér engin man jafn fallega og vinkona mans.

Vinnustofan fer fram í hinni undrafögru Vínstofu Friðheima sem er tæpum 100 km frá höfuðborgarsvæðinu. Við hvetjum gellur til þess að taka roadtrip saman og njóta þess að spjalla og fara yfir málin bæði fyrir og eftir vinnustofuna. Einnig er hægt að bóka borð í Friðheimum í hádegismat fyrir vinnustofuna eða kvöldmat eftir á. Við hvetjum ykkur til að bóka borð með góðum fyrirvara.

Innifalið:

  • 3ja tíma vinnustofa sem fer fram í Friðheimum.
  • Þú færð sérhannaða GelluVinnustofubók til að skrifa í og penna.
  • Eftir vinnustofuna færðu aðgang að glærupakkanum, uppskeruhátíð og forgang á næstu vinnustofur.

Þar sem við viljum ná að spjalla og kynnast eru bara 18 pláss á hverja vinnustofu.

Athugið að pláss á vinnustofuna er ekki staðfest fyrr en greiðsla berst, hvort sem það er með Pei eða millifærslu.

Afbóka þarf vinnustofuna með 72 klst fyrirvara til að fá full endurgreitt. Ef afbókað er eftir þann tíma er hægt að fá endurgreitt helming af verði.