Gelluvinnustofur 2025

Spurt og svarað

Hvað er Gelluvinustofa?

Gelluvinnustofa er tímamótavinnustofa þar sem horft er til baka á liðið ár eða tímabil. Íhugað er hvað er gert vel og hvað má gera betur. Liðna árið eða tímabilið er svo skilið eftir með þakklæti í huga og ásetningur er settur fyrir það næsta✨

Hvernig er vinnustofan uppbyggð?

Vinnustofan verður byggð þannig upp að þið fáið tíma til að fara yfir og minna hvor aðra á hve magnaðar þið eruð og hvað þið hafið áorkað. Er það ekki það sem við þurfum allar? Það sér engin man jafn fallega og mans besta vinkona.

Vinnustofunni er skipt í þrjá hlusta: fyrsti hlutinn er íhugun, annar hlutinn er þakklæti og þriðji og síðasti hluturinn er ásetningur.

Hvað kostar á vinnustofuna?

Á gelluvinnustofuna sem fer fram 3. maí 2025 kostar 14.990 kr. en innifalið er bók til að skrifa í og penni ásamt aðgangi að uppskeruhátíðir og forgangur á næstu vinnustofur.

Hver heldur vinnustofuna?

Kristjana Björk og Kristjana Ben halda næstu vinnustofu. Þú last rétt tvær Kristjönur.

Kristjana Björk og Kristjana Ben Gelluvinnustofuna 3. maí sem fer fyrir bestu vinkonur. Þær ólust upp saman og eru í dag óaðskiljanlegar. Þær vilja að vinnustofan sé eins og peppandi voice message frá bestu vinkonu þinni sem þú getur spilað þegar að þú ert lítil í þér.

Hvar fer vinnustofan fram?

Vinnustofan fer fram í Friðheimum á Suðurlandi.

Ég hef mætt áður, er hægt að mæta aftur?

Já! Það er hægt að mæta aftur og aftur. Þó svo vinnustofan sé svipuð í sniðinu er allt eitthvað nýtt. Að sama skapi höfum við alltaf nýja sýn á lífið og því hvetjum við ykkur til að koma sem oftast.

Ef þú vilt vita eitthvað fleira ekki hika við að senda okkur skilaboða
á Instagram eða í tölvupósti á gelluvinnustofa@gmail.com ✨