: GelluVinnustofur 2025

Hvað er gelluvinnustofa?

Gelluvinnustofa er tímamótavinnustofa þar sem horft er til baka á liðið ár eða tímabil. Íhugað er hvað er gert vel og hvað má gera betur. Liðna árið eða tímabilið er svo skilið eftir með þakklæti í huga og ásetningur er settur fyrir það næsta✨

Næsta vinnustofa fer fram laugardaginn 3. maí kl. 13:00 - 16:00 í Vínstofu Friðheima.

Uppbygging vinnustofunnar

✨Fyrsti partur vinnustofunnar er íhugun✨

Þar dýfum við okkur ofan í liðið ár og skoðum hvað það er sem við viljum halda áfram að gera. Pælum í því hvað við viljum hætta gera og skoðum hvað við gætum byrjað að gera.

✨Annar partur vinnustofunnar er þakklæti✨

Þar dýfum við okkur ofan í liðið ár og rifjum upp bestu stundir ársins 2024. Förum yfir hvað við erum þakklátar fyrir og þar getur archive á instagram komið sér vel til þess að rifja upp allar minningarnar sem þér fannst þess virði að halda upp á.

✨Þriðji partur vinnustofunnar er ásetningur✨

Ásetningur er leið til þess að ákveða hvernig þú mætir fólki, sjálfri þér og heiminum. Ásetningur getur verið að ákveða að mæta sjálfri sér af mildi eða vilja vera meira í núinu.

Hér fyrir neðan er hægt að skoða þær dagsetningar sem er í boði fyrir janúar 2025 en við getum ekki beðið eftir því að byrja, með ykkur, þessa snilld sem 2025 verður!

Hægt er að borga með Pei eða með því að millifæra í heimabanka. Ef borgað er með Pei er hægt að skipta niður greiðslum yfir lengra tímabil eða fá frestun á gjalddaga.

Sagan💅

2023 - fyrsta vinnustofan

Árið 2023, réttar sagt 7.janúar, fór fyrsta Gelluvinnustofan fram en þá komu 15 gellur saman sem við pikkuðum í og færri komust að en vildu. Vinnustofan er byggð á vinnustofu frá Hyper Island og hefur þróast síðan þá og allskonar gullkornum verið bætt við🤝

2024 - vöxtur

Árið 2024 voru haldnar 5 gelluvinnustofur enda fór eftirspurnin árinu áður fram úr okkar björtustu vonum. Gelluvinnustofan var það árið meira að segja haldin í Hörpu með áherslu á TækniGellur og sló það í gegn sem partur af UTmessunni.👩‍💻

Janúar 2025 - þema: dýpkun

Í janúar 2025, vildum við dýpka Gelluvinnustofurnar og þar kom Una Kolbeins sterk inn með sína reynslu sem jógakennari. Til að fá enn meira út úr vinnustofunum og leyfa okkur að kafa dýpra í mismunandi hluta vinnustofunnar fléttuðum við hugleiðslu inn.

Maí 2025 - þema: bestu vinkonur

Í maí 2025, vildum við virkja einn sterkasta kraft jarðríkis, gelluvináttu. Þar kom Kristjana Ben sterk inn enda ein besta vinkona Kristjönu Bjarkar. Ásetningur vinnustofunnar er að minna hvor aðra á hve magnaðar við erum og hversu mikilvægt það er að sjá sjálfa sig með augum bestu vinkonu sinnar.