Um okkur

Um okkur
Gelluvinnustofa fyrir vinkonur 3. maí
Við nöfnurnar viljum meina að við höfum sett heimsmet í að senda hvor annarri voice message. En Kristjana Ben á ennþá metið sem er yfir 10 mínútur. Okkar ósk er að vinnustofan sé eins og peppandi voice message frá vinkonu þinni sem þú getur spilað þegar þú ert lítil í þér.
Gelluvinnustofa er tímamótavinnustofa þar sem litið er inn á við og íhugað hvað er gert vel og hvað er hægt að gera betur. Þessi vinnustofa er sérsniðin að vinkonum þar sem góðar vinkonur eiga góða stund saman í góðra gellu hópi. Þakklæti er haft ofarlega í huga og ásetningur er settur.

um okkur
Kristjana Björk
Kristjana er vélin á bak við vinnustofurnar. Hún elskar form og Excel skjöl enda verkfræðingur að mennt. Hún aftur á móti kemur flestum á óvart með hversu berskjölduð og hrá hún getur verið. Hún er líka einstaklega skelegg og greiðvikin og eru þetta orð sem bættust nýlega í orðaforðann hennar því Rás 1 er hennar uppáhalds útvarpsstöð. Hún starfar sem umboðsmaður enda elskar hún að tala í síma ásamt því að vera nýbúin að stofna fyrirtækið Atelier Agency.

Um okkur
Kristjana Ben
Kristjana Ben er ný viðbót í vinnustofuna enda eru þær nöfnur óaðskiljanlegar og bestu vinkonur. Kristjana er eldri og klárari þó svo að hún viðurkennir það ekki enda er hún raunsæ úthverfamamma sem kallar ekki hvað sem er ömmu sína, þó svo þær séu báðar skírðar eftir sinni. Kristjana er tannlæknir og elskar að kenna fólki að flossa því hún er líka með diplómu í listdansi.
Ekki hika við að heyra í ykkur ef þið eruð með spurningar, annað hvort á Instagram eða í tölvupósti á gelluvinnustofa@gmail.com ✨